Olía !!

Verð að segja að olíuævintýrið tilvonadi er næsta bullið í íslesnku samfélagi. Ekki að atvinna er kærkomin en ég held að fólk haldi virkilega að hér sé í augýn lausn á öllum okkar vandamálum , enn og aftur!!. Enn eitt ævintýrið sem á eftir að kjlúfa þjóðina. Það má ekki gleyma að álver og útrásarvíkingar  bæði fyrr og nú áttu að redda öllum vandamálum okkar. Eftir þessar lausnir stendur  þjóð, með álver sem framleiða vöru sem enginn vill kaupa í dag ,banka á hausnum og þjóð með skuldaklafa. Olíuævintýrið tilvonadi á eftir að koma okkur í vandræði enn og aftur. Noregur er eithvert ríkasta land í heimi, en ég sakna gamla Noregs áður en olían mengaði þjóðfélagið. Það er hvergi dýrara að búa og krafa norðmanna að fá að njóta olíuauðsins var orðin sjúkleg á  níunda áratugnum. Svo skeði það sem við erum búinnað upplifa nú, að penigarnir flæddu út í samfélagið og kollkeyrði allt á fáum árum., Íbúðarverð ofurlaun, allur pakkinn. Ég var staddur í Hammerfest í norður Noregi hér um daginn. Þegar ég ók inn í bæinn að kvöldi til vakti athygli mína eyja úti fyrir sem leit út eins og Mannhattan, ljósadýrð og turnar. Þetta var gasstöð. Gasi er veit um langan veg eftir sjávarbotni í stöðina . En það sem vakti frekar athygli mína var að íbúar svæðisins voru hreint ekki samála um ágætið. Það segir það sem segja þarf.   'Islendigar þurfa að skoða gaumgæfilega það sem við höfum í dag. Og byggja á því. Og það er af nógu að taka. Við framleiðum raforku og eigum að snúa okkur að því að nota hana skynsamlega. Og þar á ég við allt sem við kemur raforku og þeirri tækni sem að henni snýr. Af hverju erum við ekki að þróa rafhlöður og rafgeima í bíla, skip og fl. Af hverju framleiðum við ekki matvæli með hjálp raforku. Af hverju eru ekki gróðurhúsabreiðurnar hér. Af hverju ekur ekki annar hver íslendingur um á rafbíl. Af hverju framleiðum við ekki rafbíl. Af hverju notum við ekki það ál sem framleitt er hér sjálfir til að búa til vörur. Bændur geta búið til heila atvinnugrein hér með fullvinnslu matvæla heima fyrir, fullvinnsla á fiski er vannýtt. Allt eru þetta tækifæri sem allir geta verið fullkomlega sammála um. Og ekki vantar okkur hugvit . 'Eg spyr svo hvernig í andskotanum fara Danir að þessu. Þar eru engar auðlindir nema fólkið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband